image description

Ýmis verkefnavinna
Erasmus+ námsmannaskipti

Þrjú verkefni sem standa að námsmannskiptum eru í gangi ICELANDIC APPRENTICES IN EUROPE III sem lauk í ágúst á þessu ári, ICELANDIC APPRENTICES and STAFF IN EUROPE I og ICELANDIC APPRENTICES and STAFF  IN EUROPE II . Á þessu tímabili hafa um 24 iðnnemar, nýsveinar og starfsmenn IÐUNNAR ásamt sveinsprófsnefnd í pípulögnum til sex landa, Þýskalands, Danmörku, Noregs, Bretlands, Austurríkis og Frakklands í matreiðslu, framreiðsla, bakstri, húsasmíði, pípulögnum, skrúðgarðyrkju, hársnyrtiiðn, gull-og silfursmíði ásamt úrasmíði. 

Á sama tíma tókum IÐAN á móti 35 evrópskum iðnnemum, kennurum og fagmönnum frá Þýskalandi, Frakklandi, Norður Írlandi, Danmörku og Austurríki í matreiðslu, framreiðslu, kælitækni, húsgagnasmíði, málaraiðn, pípulögnum og grafískri miðlun.

Námsheimsókn - sveinsprófsnefnd í pípulögnum

í Nóvember 2017 tók Handwerkskammer Kassel á móti hópnum https://www.hwk-kassel.de/. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast vinnuumhverfi, möguleg námsmannaskipti, fyrirkomulag námsins. Farið var í fyrirtækjaheimsóknir og í verkamenntaskóla. Í júní 2018 komu svo þýsku gestgjafar okkar í námsferð til okkar. Við fengu frábærar móttökur frá fyrirtækjum, verkmenntaskólum og má þar nefna Fjölbrautaskóli Suðunesja og Tækniskólann. Við kynntumst starfsemi Bláalónsins, Orkuveitu Reykjavíkur, Hellisheiðavirkjun og Garðyrkjuskólans í Hveragerði.

Erasmus+ Tilrauna – og rannsóknarverkefni  - VISKA - Evrópuverkefni um aukinn sýnileika á starfshæfni innflytjenda.

IÐAN fræðslusetur og  Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hlutu í mars s.l. styrk úr Erasmus+  menntaáætlun Evrópusambandsins fyrir verkefnið Visible Skills of Adults (VISKA). Um er að ræða Erasmus KA3 stefnumótunarverkefni sem FA og IÐAN stýra hér á landi fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Rannís hafði umsjón með mótun verkefnisins. VISKA er á öðru starfsári og hafa verkfæri til að vinna með pólskum innflytjendum verið þróuð ásamt mismunandi spurningalistum sem á að meta árangur verkefnisins. Unnið verður með Pólverjum í húsasmíði og málaraiðn í fyrri fasa tilraunarinnar.

Heildarfjármagn til verkefnisins er 1.8 milljónir Evra. Það dreifist á fjögur þátttökulönd sem auk Íslands eru Belgía, Írland og Noregur - en það er Skills Norway sem leiðir heildarverkefnið. VISKA er tilrauna- og rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að því forgangsatriði í stefnu Evrópusambandsins að efla starfshæfni innflytjenda með því að meta færni þeirra og auka þar með möguleika þeirra á því að fá störf við hæfi og hlúa þannig að félagslegri aðlögun. Miðað er að því að þróa og efla tengslanet hagsmunaðila og þróa verkfæri sem gera færni innflytjenda sýnilegri. Verkefnið er til þriggja ára og lýkur í byrjun árs 2020.  Niðurstöður verkefnisins koma til með að nýtast við stefnumótun landanna í málaflokkunum.

Jafnréttismál í iðn- og starfsnámi

IÐAN fræðslusetur fékk styrk frá Norrænu upplýsingamiðstöðina um kynjajafnrétti (Nordisk information för kunskap om kön). Tilgangur verkefnisins er að skiptast á upplýsingum um hvað er verið að gera í þátttöku löndunum, hvað varðar kynbundið náms- og starfsval og hvernig hægt sé að draga úr kynbundnu námsvali. Markmiðið með þessu verkefni er að vekja máls á umræðunni um jafnrétti til iðnnáms óháð kyni þar sem sérstök áhersla er lögð á vinnustaðina (vinnustaðanám). 

Íslenski verkefnahópurinn samanstendur af fulltrúa frá Samtökum iðnaðarins, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Jafnréttisstofu. Haldin var ráðstefna um málið hjá IÐUNNI fræðslusetri í maí 2018 þar sem menntamálaráðuneytið talaði almennt um iðnnám á Íslandi og Tækniskólinn fjallaði um verkefnið #kvennastarf. Gerð var ítarleg grein fyrir lög um Jafnlaunavottun. Háskóli Íslands gerði grein fyrir rannsóknum sem snúa að starfsvali í kynskiptu vinnumarkaði. Orkuveita Reykjavíkur sagði frá verkefni sem þau eru að vinna með Árbæjaskóla sem snýr að kynbundu náms- og starfsvali og að lokum voru pallborðsumræður þar sem nemendur í iðnnámi, fulltrúi jafnréttisstofu, fulltrúi frá félagi fagkvenna og fulltrúi frá menntaráði Ósló í Noregi. Nánar um verkefnið http://www.nikk.no/jamstalldhet-i-arbetsplatsforlagt-larande-i-norden/

Mat og viðurkenning á erlendri menntun og starfsreynslu

Umsóknum fjölgar um mat og viðurkenningu á erlendri menntun og starfsreynslu frá síðasta starfsári. þar sem 62 umsækjendur sóttu um mat og viðurkenningu samanborið við  127 umsækjendur á þessu tímabili.