image description

IÐAN fræðslusetur

IÐAN sinnir símenntun starfsmanna í bílgreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum, prenttæknigreinum og matvæla- og veitingagreinum. Hlutverk IÐUNNAR er að sjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir nýrri þekkingu og færni eftir því sem þörf krefur. 

Áhersla er lögð á að bregðast skjótt við þörfum iðnaðarins fyrir nýja þekkingu. Með öflugri símenntun móta einstaklingar starfsþróun sína eftir kröfum atvinnulífsins og með þeim hætti verður þekking þeirra verðmætari bæði fyrir þá sjálfa og samfélagið í heild. IÐAN býður fyrirtækjum og einstaklingum markviss tækifæri og lausnir í símenntun. 

Á vegum IÐUNNAR fer fram greining á þörfum fyrirtækja fyrir þekkingu. Þjálfun og þekkingu er miðlað með hliðsjón af því sem hentar aðstæðum og þörfum hvers og eins, hvort sem um er að ræða kennslu í skólastofu, þjálfun á vinnustað eða einstaklingsbundna leiðsögn.

Stjórn IÐUNNAR

Stjórn IÐUNNAR fundaði samtals sex sinnum á starfsárinu. Starfsnefnd stjórnar fundaði samtals 12 sinnum á milli stjórnarfunda. Starfsnefnd skipa þau Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, Georg Páll Skúlason, Finnbjörn Hermannsson,  Atli Vilhjálmsson auk framkvæmda- og fjármálastjóra IÐUNNAR.

Markaðs- og kynningarmál

Á starfsárinu voru lagðar nýjar línur hvað varðar útgáfu-, markaðs- og kynningarmál. Ákveðið var að auka áherslu á markaðssetningu á vef, með markpósti og í samfélagsmiðlum. Námsvísir var gefinn út eins og venjulega á haust- og vorönn í rúmlega 14.000 eintökum. Stefnt er að því að hætta útgáfu á hefðbundnum, prentuðum námsvísi.

IÐAN í tölum

Á síðasta starfsári voru haldin alls 331 námskeið sem er metfjöldi námskeiða frá stofnun IÐUNNAR fræðsluseturs.