image description

Fræðslustarf og þjónusta

Á starfsárinu voru haldin yfir 327 námskeið á fimm fræðslusviðum auk námskeiða fyrir alla. Þátttakendur voru alls 3124.

Á grafinu hér fyrir neðan má sjá hvernig fjöldi þátttakenda á námskeiðum IÐUNNAR hefur þróast síðustu tíu starfsár.

Nýjungar í fræðslustarfi

Það er markmið IÐUNNAR fræðsluseturs að vera stöðugt í fararbroddi í símenntun iðngreina, með fræðslu, miðlun og þjónustu sem stuðlar að framþróun í iðnaði.

 

Fræðslustyrkir

IÐAN fræðslusetur er hluti af Áttinni, en það er vettvangur þar sem fyrirtæki geta á einfaldan hátt sótt um fræðlustyrki til viðeigandi sjóða fyrir sitt starfsfólk. Yfir 147 fræðslustyrkir voru veittir á starfsárinu, þar af voru 13 veittir fyrir fræðslutjóra að láni og 134 í fræðslustyrki.

Fyrirtækjaþjónusta

Fyrirtækjaþjónusta er mikilvægur þáttur í starfsemi IÐUNNAR. Á starfsárinu voru heimsótt 138 fyrirtæki um allt land og er því heildarfjöldi heimsókna, frá árinu 2011, kominn í 571 fyrirtæki.