image description

Nýjungar í fræðslustarfi

Á starfsárinu var mikil vinna lögð í að endurnýja tækja- og hugbúnað í kennslustofum með það að leiðarljósi að öll kennsluaðstaða IÐUNNAR styðji sem best við nýjungar í náms- og kennslutækni, s.s. hvað varðar fjarnám og vefnám. Nú er einnig orðið mjög einfalt að streyma hvers kyns viðburðum og fundum IÐUNNAR í rauntíma.

Á starfsárinu var einnig standsett sérstakt upptökuver í Vatnagörðum 20 sem búið er tækja- og hugbúnaði til að taka upp og vinna hvers kyns kynningar- og kennsluefni. Gengið var frá samningum við Eloomi um aðgang að Eloomi námsvettvangnum og er hann kominn í notkun. 

Veldu grein til að kynna þér nýjungar í fræðslustarfi: