Fræðslustyrkir
Starfsmenntasjóðir á almennum vinnumarkaði hafa sameinast um vefinn Áttin þar sem fyrirtæki geta á einfaldan og fljótlegan hátt sótt um fræðslustyrki til viðeigandi sjóða fyrir sitt starfsfólk. IÐAN fræðslusetur er hluti af Áttinni.
Fyrirtæki sem greiða endurmenntunargjöld til IÐUNNAR og eru í skilum eiga rétt á að sækja fræðslustyrk vegna starfstengdra námskeiða. Styrkur IÐUNNAR til fyrirtækis, vegna fræðslu, getur að hámarki orðið 20% af greiddum iðngjöldum til IÐUNNAR á síðastliðnu almanaksári. Að jafnaði styrkir IÐAN 50% af kostnaði við fræðsluaðil. Umsóknir fara allar í gegnum Áttina.
Allar frekari upplýsingar um fræðslustyrki IÐUNNAR fræðsluseturs má finna hér.
Fræðslustyrkir
Alls voru 134 umsóknir um fræðslustyrki afgreiddar á starfsárinu.Heildarupphæð styrkja var 5.966.180 kr. Á bak við hverja umsókn geta verið einstaklingar frá fleiri en einu sviði.
Fræðslustjóri að láni
IÐAN er einnig þátttakandi í verkefninu Fræðslustjóri að láni, sem er markviss leið fyrir fyrirtæki til að koma fræðslumálum í markvissan farveg. Verkefnið byggist á að lána út ráðgjafa til fyrirtækja sem fer yfir fræðsluog þjálfunarmál í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk.
Alls voru 14 umsóknir um fræðslustjóra að láni afgreiddar á starfsárinu. Heildarupphæð styrkja var 1.960.362 kr. Á bak við hverja umsókn geta verið einstaklingar frá fleiri en einu sviði.